Hér á Náttúrumarkaðinum getur þú keypt gjafir og við sendum þær hvert á land sem er. Þú fyllir einfaldlega út nafn og heimilisfang þess sem á að fá gjöfina sem viðtakanda og málið er afgreitt. Ef þú óskar eftir því að viðkomandi fái sendan netpóst um að gjöf sé á leiðinni eða þú vilt að gjöfin verði send af stað á ákveðnum degi sjáum við að sjálfsögðu um það líka, óskir þú þess.

Náttúrugjafir geta verið þematengdar, náttúrlegar, umhverfisvottaðar og/eða lífrænar. Hér er dæmi um lífræna gjöf:

Lífrænar matvörur
Lífræn Náttúrugjöf í eldhúsið:

  • Lífrænt balsamedik - Biona balsamedikið er framleitt í Modena héraðinu á Ítalíu og unnið úr safa valinna vínberjategunda. Balsamedikið er ekki aðeins gott á salöt heldur passar það mjög vel í fjölda sælkerarétta. Balsamedekið er ósþjað.
  • Lífræn stutt hrísgrjón - Organic days 100% lífrænt ræktuð stutt hýðishrísgrjón.
  • Lífræn og mild ólífu-jómfrúarolía - Olían er úr fyrstu kaldpressun. Ólífuolía passar jafnt í salatsósur sem til steikningar. Í einni flösku eru sem samsvarar 5 kg. af handtíndum þroskuðum ólífum. Ólífurnar eru lífrænt ræktaðar, þ.e. án allra eiturefna og tilbúins áburðar.
  • Trocomare - Hafsalt með 14 tegundum af grænmeti og kryddjurtum úr vottaðri lífrænni ræktun. Trocomare er gott í flesta rétti í stað venjulegs salts, bæði í matargerð og sem borðsalt.
  • Náttúruspil - 48 góð ráð fyrir þig og umhverfið.

Gjafaverð: 5.303 kr.*
*þar af 810 kr. sendingarkostnaður meðtalinn, miðað við sendingu hvert sem er innanlands.

Hér eru leiðbeiningar um hvernig þú verslar á Náttúrumarkaði.
Ef þú vilt fá aðstoð við valið eða hefur einhverjar spurningar þá sendu okkur einfaldlega línu á nature@nature.is eða hringdu í síma 483 1500, og utan skrifstofutíma í 863 5490.

Birt:
April 9, 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífrænar matvörur - Náttúrugjöf “, Náttúran.is: April 9, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/03/09/lifraenar-matvorur-natturugjof/ [Skoðað:March 7, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 9, 2008
breytt: April 9, 2008

Messages: