Fyrirtækið Sögumiðlun ehf. hefur starfað frá árinu 2002 og aðsetur þess er í náttúruparadísinni í Kjós í nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Helsta verkefni Sögumiðlunar er hönnun og uppsetning sögusýninga af ýmsu tagi en einnig hönnun á ýmiss konar kynningarefni, s.s. bæklingum, upplýsingaskiltum og fleiru.  Sögumiðlun kemur að viðburðarstjórnun og hönnun sýninga vítt og breytt um landið.

Útilegumenn í Ódáðahrauni - goðsögn
Þann 17. júní opnaði sýning um útilegumenn í Kiðagili í Bárðardal. Titill sýningarinnar er Útilegumenn í Ódáðahrauni - goðsögn eða veruleiki? Þar er gefið yfirlit yfir allar hliðar íslenskra útilegumanna, sérstaklega í nágrenni Bárðardals og með hliðsjón af þjóðsögum og munnmælasögum vítt og breitt um landið. Sögumiðlun á heiðurinn af formi og uppsetningu sýningarinnar. Í Kiðagili er opið frá 10. júní - 31. ágúst kl. 08.00-22.00.

Sjá nánar á vef Sögumiðlunar.

Birt:
June 22, 2008
Uppruni:
Sögumiðlun
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sögumiðlun “, Náttúran.is: June 22, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/06/22/sogumiolun/ [Skoðað:Nov. 30, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: