Orð dagsins 18. ágúst 2009.

Umhverfisfréttaveita Reuters hefur tekið saman einfalt yfirlit yfir kolefnismarkaði heimsins, bæði þá sem þegar hafa tekið til starfa og þá sem eru í bígerð. Á kolefnismörkuðum er verslað með heimildir til að losa koltvísýring og eftir atvikum aðrar gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Á síðasta ári námu viðskipti á þessum mörkuðum samtals um 125 milljörðum Bandaríkjadala, eða um 16.000 milljörðum íslenskra króna. Kolefnismarkaður Evrópusambandsins er líklega sá þróaðasti, en hann nær til um helmings allrar losunar innan sambandsins. Í Ástralíu liggja fyrir tillögur sem gera ráð fyrir að þarlendur kolefnismarkaður nái til um 75% af allri losun í landinu.
Lesið umfjöllun PlanetArk/Reuter 14. ágúst sl. 

Birt:
Aug. 18, 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Kolefnismarkaðurinn 16 þúsund milljarða virði“, Náttúran.is: Aug. 18, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/08/19/kolefnismarkaourinn-16-thusund-milljaroa-viroi/ [Skoðað:June 29, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Aug. 19, 2009

Messages: