Í dag eru 18 dagar þar til Barack Obama tekur við embætti forseta Bandaríkjanna. Þá verðum við laus við George W. Bush og niðurrifsstefnu hans.

Árið 2008 gerðist fátt í umhverfismálum nema það að við fengum nýjan forseta í Bandaríkjunum sem boðar breytingar. Við fengum reyndar ekki að kjósa en áhrif hins nýja forseta varða okkur öll.

Öll vonum við að Barack Obama takist að standa undir gríðarlegum væntingum. Þar á meðal, að leysa Bandaríkin undan vonlausum hernaði í Afghanistan og Írak; stríð sem verða ekki unnin með vopnavaldi, stjórna landi sem hefur nánast verið stýrt í gjlaldýroft í nafni ný frjálshyggju, og um leið setja nýjan kúrs eftir átta ára tímabil gerræðislegra stjórnarhátta Bush forseta.

Obama hefur skipað mjög hæft fólki í embætti þeirra sem munu stýra orku og umhverfismálum. Þar á meðal er Steve Chu, nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði, í embætti orkumálaráðherra.

Steve Chu hefur hefur telur að verði ekki gripið til aðgerða strax muni andrúmsloft jarðar hitna um 6,1 gráðu á Celsíus fyrir lok 21. aldar. Hann er algjör andstæða alls þess sem Bush hefur staðið fyrir í orku- og loftslagsmálum. Þessi skilaboð Obama hafa nú þegar breytt afstöðu manna víða um heim. Mynd af Steve Chu af berkeley.edu/news.
Birt:
Jan. 2, 2009
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „18 dagar enn - svo breyttir tíma“, Náttúran.is: Jan. 2, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/01/02/18-dagar-enn-svo-breyttir-tima/ [Skoðað:Feb. 5, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: