Umhverfisráðherra kynnti í dag niðurstöður fyrstu úthlutunar losunarheimilda vegna gróðurhúsalofttegunda. Alls bárust nefndinni níu umsóknir og heildarfjöldi losunarheimilda sem sótt var um var 10.966.585 tonn. Úthlutað var til fimm umsækjenda alls 8.633.105 tonna losunarheimildum. Í greinargerð úthlutunarnefndar er gert grein fyrir niðurstöðum hennar og matsforsendum.

Alls hafði nefndin 10.500 þús. tonna losunarheimildir til úthlutunar vegna tímabilsins 1. janúar 2008 til 31. desember 2012. Þar af eru 8.000 þús. tonna losunarheimilda sem þurfa að fullnægja þeim skilyrðum sem sett eru fram í ákvörðunum 14/CP.7. við Kyoto bókunina. Til að falla undir ákvörðunina þarf koldíoxíðútstreymi frá nýrri stóriðju eða stækkun stóriðjuvers (þ.e: single project) að hefja starfsemi eftir 1990 og leiða til meira en 5% aukningar í útstreymi á fyrsta skuldbindingartímabili bókunarinnar (2008–2012) en það er um 107 þús. tonn koldíoxíðs á ári. Einnig er gerð krafa um notkun endurnýjanlegrar orku, að notkun hennar leiði til samdráttar í útstreymi, að besta fáanlega tækni sé notuð og að bestu umhverfisverndaraðgerðir séu viðhafðar við framleiðsluna.

Taflan hér að ofan var unnin í vor af Náttúrunni skv. þáverandi umsóknum og áætluðum kvóta fram til 2012. Tölur voru þá birtar á vef Umhverfisstofnunar. Úthlutanir (efri myndin) fela í sér nokkur frávik frá neðri töflunni enda aðeins útlutað til fyrirtækja sem þegar eru með starfsemi og hafa nú þegar farið í gegnum umhverfismat og fengið starfsleyfi.

Töflur: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.
Birt:
Sept. 28, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Úthlutun losunarheimilda 2008-2012“, Náttúran.is: Sept. 28, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/09/28/thlutun-losunarheimilda-ger-kunn/ [Skoðað:Oct. 7, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Oct. 1, 2008

Messages: