Áformað er að byggja „umhverfisvænstu borg í heimi“ í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Um er að ræða samstarfsverkefni náttúruverndarsamtakanna WWF og ríkisfyrirtækisins Abu Dhabi Future Energy Company. Byggingarframkvæmdir við borgina hefjast á þessu ári, gert er ráð fyrir að fyrstu íbúarnir setjist þar að á næsta ári, og árið 2015 á borgin að vera fullbyggð og ná yfir 6 ferkílómetra landsvæði. Þar ættu þá að verða um 50.000 íbúar og 1.500 fyrirtæki. Borgin, sem nefnist Masdar, á að uppfylla allar 10 grunnreglur verkefnisins „One Planet Living“. Orkuþörf borgarinnar verður mætt með sólarorku, fráveituvatn hreinsað og nýtt til vökvunar, allur úrgangur endurnýttur og gerðar kröfur um framboð á lífrænum og réttlætismerktum varningi í verslunum.
Lesið frétt EDIE 18. janúar sl.

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21

Birt:
Jan. 21, 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 21. janúar 2008“, Náttúran.is: Jan. 21, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/01/21/oro-dagsins-19-januar-2008/ [Skoðað:Feb. 28, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 22, 2008

Messages: