Bandalag íslenskra græðara stendur fyrir „Degi græðara“ að Hótel Loftleiðum þ. 3. október nk. frá kl. 9:30 - 17:00, með fjölbreyttri dagskrá sem spannar ilmolíufræði, svæðanudd, mataræði, nálastungufræði og austrænar lækningar svo fátt eitt sé nefnt.

Bandalag íslenskra græðara eru regnhlífarsamtök fagfélaga heildrænna meðferðaraðila á Íslandi. Markmið með stofnun bandalagsins voru að samræma grunnmenntunarkröfur fagfélaganna, vinna að framgangi heildrænna meðferðaforma og vera opinber málsvari þeirra.
Aðildarfélögin eru fagfélög sem gera menntunarlegar og faglegar kröfur til félagsmanna sinna. Aðildafélögin eru:

  • ATFÍ – Aromatherapyfélag Íslands
  • CSFÍ - CranioSacral félag Íslands
  • Cranio - Cranio, félag höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara
  • FÍHN - Félag íslenskra heilsunuddara
  • FL - Félag lithimnufræðinga
  • Organon - Organon, fagfélag hómópata
  • SMFÍ - Svæðameðferðafélag Íslands
  • SSOVÍ - Samband svæða- og viðbragðsfræðinga á Íslandi
  • SFÍ - Shiatsufélag Íslands

Dagskrá Dags græðara:

09:30 – 09:35 Setning: Preben Jón Pétursson, formaður Félags íslenskra heilsunuddara

09:35 – 09:55 Lilja Oddsdóttir, lithimnufræðingur, formaður Bandalags íslenskra græðara. Ávarp formanns. Um áfangasigra og markmið græðara.

10:00 – 10:20 Selma Júlíusdóttir, ilmolíufræðingur, skólastjóri Lífsskólans, formaður Aromatherapyfélags Íslands. Ilmolíur til lækninga. Ilmolíur til lækninga eru nú orðið það vísindalega viðurkenndar að þær eru víða notaðar af læknum við hlið hefðbundinna lyfja, t.d. við lækningu berkla. Erindið mun fjalla um sex algengar ilmolíur, efnafræði þeirra, hvernig þær vinna á mismunandi sjúkdómum og á hvern hátt. Einnig hvernig þær geta komið í veg fyrir bakteríusjúkdóma með því að láta þær komast í andrúmsloftið.

10:25 – 10:55 Haraldur Magnússon, osteópati, B.Sc. Munurinn á mataræði fyrr og nú - hvað breytist til hins verra? Haraldur ber saman það mataræði sem maðurinn hefur lifað á í milljónir ára og þann mat sem við lifum á í dag. Fyrir um það bil tíu þúsund árum fóru matarvenjur okkur að breytast með breyttum aðstæðum og með iðnbyltingunni snarsnerust matarvenjur okkar í einu vetfangi. Hvaða breytingar voru þetta og hver eru áhrif þeirra? Farið verður í hvaða áhrif þetta hefur haft á heilbrigði okkar og skoðað hvernig við getum bætt mataræði okkar. Er til dæmis hollustumataræði okkar með speltbrauði, byggi, matarolíum, amaranth-hrökkbrauði og kjúklingi besta leiðin? Hvað getum við lært af forfeðrum okkar sem lifðu lífi nánast lausu við krabbamein, hjartasjúkdóma, vefjagigt og offitu?

10:55 – 11:05 Hlé

11:05 – 11:25 Erla Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari, CranioSacral félagi Íslands. Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, horft til framtíðar. Fjallað um höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og hvaða rannsókna- og þróunarvinna liggur að baki meðferðarforminu. Hvert viljum við stefna í framtíðinni? Eru einhverjar rannsóknir í gangi? Hver er tilgangurinn með rannsóknum? Fjallað stuttlega um það sem hefur verið gert hér á landi og hvert við viljum stefna. Skiptir samvinna máli innan óhefðbundinna lækninga? Hvernig viljum við hafa samvinnu við heilbrigðiskerfið?

11:30 – 11:50 Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, ráðgjafi, B.Sc líffræði. Raki í húsnæði, afleiðingar hans og áhrif á heilsu. Fjallað verður um raka í húsnæði og það sem við vitum í dag um afleiðingar hans á heilsu þeirra sem þar dvelja. Ein afleiðing raka í húsnæði er vöxtur myglu. Fjallað verður um myglusveppi, hvernig þeir vaxa, hvar þeir finnast og hugsanleg áhrif þeirra á heilsufar. Örstutt kynning á ný útgefinni skýrslu (júlí 2009) frá WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni) um þessi málefni.

11:55 – 12:15 Margrét Bára Jósefsdóttir, ljósmóðir, Bowentæknir og höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari. Viltu vera þinn eigin heilsumeistari? Náttúrulælækningar, maðurinn sem heild – líkami, andi og sál. Að vinna með eigin heilsu. Alþýðunáttúrulækningar (böð, bakstrar o.fl.). Alþýðugrasalækningar – íslenskar jurtir og grasalækningar. Augnfræði – lithimnu- og hvítugreining, nýjustu rannsóknir og námsefni.

12:15 – 13:15 Hádegishlé

13:15 – 13:35 Eygló Þorgeirsdóttir, formaður Shiatsufélags Íslands. Líkaminn og lífið. Hugleiðingar um líkamsástand okkar frá austrænni og vestrænni sýn. Hverjar eru orsakir þess að við erum það sem við erum í dag?

13:40 – 14:00 Jakobína Eygló Benediktsdóttir, sjúkraliði, Sambandi svæða- og viðbragðsfræðinga á Íslandi. Fjölþjóðleg rannsókn á áhrifum svæðameðferðar á krabbameinssjúklinga. Tilgangur rannsóknar þessarar er að safna upplýsingum víða að úr heiminum um áhrif svæðameðferðar (sem sums staðar er veitt á sjúkrastofnunum og/eða á stofum) á líðan fólks með krabbamein. Dr. Martine Faure-Alderson, DO, MRO, ND, MNIMH, MbacC, RsHom, hefur starfað við Marie Curie-stofnunina í Frakklandi í meira en áratug, þar sem hún hefur stjórnað rannsóknum á því hvaða aðferðum svæðanudds er best að beita í þeim tilgangi að aðstoða við meðferð krabbameinssjúklinga og í fyrirbyggjandi tilgangi.

14:05 – 14:25 Ágústa K. Andersen, nálastungufræðingur og hómópati, Organon, fagfélagi hómópata. Hin fimm skapandi öfl; grunnur að heildrænni meðferð. Fjallar um elementin fimm í kínverskum lækningum og hvernig þekking á þeim er lykill að heildrænni nálgun. Hugmyndafræðileg yfirsýn ásamt stuttri úttekt á hverju elementi og hvernig sú innsýn getur ný st í öllum greinum náttúrulækninga.

14:30 – 14:50 Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur, M.Sc., Sambandi svæða- og viðbragðsfræðinga á Íslandi. Áhrif svæðameðferðar á þunglyndi og kvíða: að meðhöndla hið stóra í gegnum hið smáa. Fjallað um niðurstöður rannsóknar. Hægfara vöxtur er í vísindalegri umfjöllun um heildrænar meðferðir. Rannsóknin var gerð til að kanna áhrif svæðameðferðar, náttúrulegrar og heildrænnar meðferðar, á þunglyndi og kvíða, en þunglyndi vegur hvað þyngst í að veikja heilsufarslegt ástand samanborið við aðra sjúkdóma. Rannsóknir hafa sýnt fram á að svæðameðferð dragi úr kvíða en áhrif hennar á þunglyndi eru óþekkt.

14:50 – 15:00 Hlé

15:00 – 15:20 Stefanía Ólafsdóttir, formaður Cranio, félags höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara. Lífsorkan og cranio. Hvað er höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun? Hvaðan er þessi þekking komin? Hvaða nám er að baki? Hverjir geta nýtt sér þessa meðferð?
Hvaða árangurs er að vænta? Hvernig nota nágrannaþjóðir okkar þessa meðferð? Lífsorkan og cranio. Reynslusaga.

15:25 – 15:45 Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, nálastungu- og grasalæknir. Hinir himnesku stofnar og hinar jarðlægu greinar – notkun hugmyndafræðinnar í nálastungulækningum. Sumir elstu kínversku stafanna lýsa því sem kallast stofnar og greinar, hugmyndafræði sem notast hefur verið við til að mæla jafnt tíma sem rými. Þessi hugmyndafræði, sem er yfir 4.000 ára gömul, er enn í dag undirstaða kínverskrar læknisfræði, feng shui, kínverskrar stjörnufræði og fleiri fræða sem finna má innan kínverskrar og austrænnar heimspeki.

15:50 – 16:10 Þórgunna Þórarinsdóttir, Svæðameðferðafélagi Íslands. Svæða-/viðbragðsmeðferð fóta og handa. Meðhöndlun mikilvægra þrýstipunkta á orkurásum líkamans.

16:15 – 16:35 Gunnlaugur Guðmundsson, stjörnuspekingur. Hvert er frelsi mannsins? Gunnlaugur Guðmundsson, stjörnuspekingur, heldur fyrirlestur sem fjallar um örlög og frjálsan vilja. Hvað er fast í lífi okkar, hverju getum við breytt?

16:40 – 17:00 Susanne Nordling, formaður Norðurlandaráðs græðara, NSK
Evrópusambandsaðild? Kostir þess og gallar fyrir græðara og neytendur græðaraþjónustu að Íslendingar gangi í Evrópusambandið.

Birt:
Sept. 25, 2009
Höfundur:
Lilja Oddsdóttir
Tilvitnun:
Lilja Oddsdóttir „Dagur græðara 2009“, Náttúran.is: Sept. 25, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/09/25/dagur-graeoara-2009/ [Skoðað:July 6, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: