Plastpokar geta verið ágætir sem fótabúnaður ef maður á á hættu að vökna. En hér getur að líta stígvél sem unnin eru ú endurunnum plastpokum. Í grein um hvernig nota má sambrædda plastpoka áfram sem eitthvað annað og annari um svipað efni á Treehugger.com má sjá sterka burðapoka, kjóla, regnkápur og annað álíka unnið úr plastpokum og aðferðin meira að segja kennd. En nú hefur Camila Labra, listanemi frá Chile, gert sér skæði úr platpokum og unnið úr því stígvél. Og það meira að segja bara nokkuð smekkleg.

Línan er kölluð DACCA (Dacca) eftir höfuðborg Bangala Desh sem mun lika státa af því að vera höfuðborg plastpokamengunar í heiminum. Hægt er að fá stígvélin smíðuð eftir pöntun hjá Dacca Boots og kosta um 22.000 pesóa eða 45$ bandaríska semsagt tæpar 6.000 krónur samkvæmt gengi þegar þetta er ritað. 

Eins og sjá má á myndum geta stígvélin verið bæði skrautleg og frekar látlaus. 

 


Ljósmyndir: Guillermo Gomez á Dacca blog.

 

 

Birt:
Jan. 9, 2009
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Flott að vera með fæturna í plastpokum“, Náttúran.is: Jan. 9, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/01/09/flott-ao-vera-meo-faeturna-i-plastpokum/ [Skoðað:Sept. 21, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: