EMS-light er umhverfisstjórnunarkerfi sem hentar litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Norðurlöndunum. Kerfið er hugsað sem hjálpartæki fyrirtækjanna til að þau geti aðlagað starfsemi sína að sjálfbærri þróun og fundið umhverfisvænni lausnir.

Kerfið verður einfalt í notkun og aðlagað þekktum tölvuforritum. Það mun gefa stjórnendum yfirlit yfir helstu umhverfisáhrif fyrirtækisins, svo sem úrgang, orkunotkun, hráefnisnotkun, vatnsnotkun og fráveitumál. Auk þess mun kerfið bjóða upp á að birtar séu einfaldar skýrslur, t.d. fyrir umhverfis- og/eða heilbrigðisyfirvöld. Þannig getur kerfið með skilvirkum hætti aðstoðað stjórnendur fyrirtækjanna til úrbóta á þessu sviði.

Þetta Norræna umhverfisstjórnunarkerfi verður innleitt í 60-90 fyrirtækjum á Íslandi, Færeyjum og Álandseyjum, í gegnum verkefnið Sjálfbær framleiðsla í fámennum Norrænum samfélögum, sem fjármagnað er af vinnunefnd Norrænu ráðherranefndarinnar um vörur og úrgang. Verkefnið byggist á samvinnu fyrirtækjanna sem taka þátt, samtaka atvinnulífsins og iðnaðarins og stjórnvalda.

Þátttaka
Haft hefur verið samband við 20-30 fyrirtæki í hverju þátttökulandanna, og var þeim boðið að taka þátt í verkefninu. Á meðan á verkefninu stendur geta fyrirtækin leitað til ráðgjafa (hvert í sínu heimalandi), sem veitir leiðsögn í gegnum ferlið.

Miðað er við að hvert fyrirtæki greiði um 60.000 krónur á árinu 2007, og sömu upphæð árið 2008.
Þetta gjald mun að einhverju leyti standa undir ráðgjafakostnaði. Þá er gert ráð fyrir að hvert fyrirtæki noti samtals um 50 vinnustundir við undirbúning verkefnisins.

Verkþættir og tímaáætlun
Fyrirtækin munu öll taka þátt í:
  • Vinnufundi í upphafi ferlisins
  • Að koma kerfinu í framkvæmd (ráðgjöf og eftirfylgni)
  • Málstofu í lokin

Fyrirtækjunum var skipt í tvo hópa, annars vegar með virkri þátttöku 5 fyrirtækja á tímabilinu maí - desember 2007 og hins vegar með virkri þátttöku 15-25 fyrirtækja á tímabilinu desember 2007 – desember 2008.

Að lokum er stefnt að því að gera kerfið aðgengilegt og ókeypis fyrir alla á vef EMS-light, þá í formi Excel-skjala.

Til að fá frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við: Ragnheiði hjá UMÍS ehf. Environice Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes.

Sími: 437 2311 Netfang: ragnhildurr@environice.is.

Sjá vef EMS-light á íslensku.

Birt:
Feb. 19, 2009
Höfundur:
Anne Marie Sparf
Tilvitnun:
Anne Marie Sparf „Norrænt EMS-light - Í átt að sjálfbærri framleiðslu“, Náttúran.is: Feb. 19, 2009 URL: http://natturan.is/d/2007/04/11/norrnt-ems-light-tt-sjlfbrri-framleislu/ [Skoðað:Dec. 2, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: April 11, 2007
breytt: Feb. 19, 2009

Messages: