Lautahnúskur [Kiaeria falcata] er fíngerður mosi sem oft vex í þéttum breiðum.

Lautahnúskur [Kiaeria falcata] er fíngerður mosi sem oft vex í þéttum breiðum. Hann finnst víða um landið en er ekki mjög algengur. Hann vex einkum til fjalla, oft í lautum þar sem snjór liggur lengi.
Á Íslandi eru nú þekktar um 600 tegundir af mosum. Meginhluti íslenskra mosa er af tveim ólíkum flokkum sem nefnast laufmosar og soppmosar.
-
Eini Íslendingurinn sem lagt hefur stund á mosaflóru Íslands af nokkurri alvöru, er Bergþór Jóhannsson. Hann starfar við Náttúrufræðistofnun Íslands, og hafa niðurstöður af mosarannsóknum hans birst í Fjölritum Náttúrufræðistofnunar, alls hátt á annað þúsund blaðsíður. Rit hans hefur verið aðalheimild upplýsinga um mosa á vefsíðunni floraisland.is. Heimild: floraislands.is.
-
Ef að mosinn á myndinni er ekki rétt greindur, óskast það leiðrétt af Bergþóri, rati hann inn á þessa örgrein. Myndin var tekin á Hellisheiði, við Kþrgil þ. 26. 08. 2006. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
Sept. 9, 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Margræðir mosar Íslands“, Náttúran.is: Sept. 9, 2006 URL: http://natturan.is/d/2007/03/19/mosar_isl/ [Skoðað:Sept. 30, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 19, 2007
breytt: April 27, 2007

Messages: