Flöskuvatn inniheldur mun meira af bakteríum en venjulegt kranavatn samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var fyrir Aftonbladet í Svíþjóð. Franskt vatn frá Evian kom verst út, en í því mældust 5.000 bakteríur í millilítra eftir þriggja sólarhringa ræktun. Leyfilegt hámark fyrir kranavatn er 100 bakteríur, en í Svíþjóð eru ekki gerðar sambærilegar kröfur til flöskuvatns. Sérfræðingar benda á að þarna sé ekki um sjúdómsvaldandi örverur að ræða, þannig að áhrif á heilsu manna séu sjálfsagt hverfandi. Hins vegar geti þessi fjöldi af bakteríum haft áhrif á lykt og bragð. Umhverfisverndarsamtök benda á að flöskuvatnið sé ekki aðeins verra til drykkjar en kranavatn, heldur einnig miklum mun verra fyrir umhverfið. Þannig þurfi 1.500 sinnum meiri orku til að framleiða og flytja flöskuvatn en sama magn af kranavatni, með tilheyrandi losun gróðurhúslofttegunda. Ekki er heldur fráleitt að ætla að flöskuvatnið sé um 5.000 sinnum dýrara en kranavatnið í krónum talið.

Sjá umfjöllun á gronnhverdag.no í gær og aftonbladet.se í fyrradag.
Myndin er af gronnhverdag.

„Orði dagsins“ hafa til margra ára verið skrifuð af Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðing og framkvæmdastjóra Staðardagskrár 21 á Íslandi og UMÍS - Environice.

Birt:
Sept. 13, 2007
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins - Staðardagskrá 21“, Náttúran.is: Sept. 13, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/09/13/or-dagsins-staardagskr-21/ [Skoðað:March 1, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: