Lífríki Norðurheimskautssvæðisins stafar vaxandi ógn af olíu- og gasvinnsla á svæðinu. Í skýrslu AMAP, sem birt var í fyrradag, kemur fram að vinnslan sjálf hefur ekki svo þkja mikla mengunarhættu í för með sér, en með vaxandi vinnslu eykst hættan á óhöppum sem gætu valdið gríðarlegu tjóni á lífríkinu. Norðurheimskautssvæðið er sérlega viðkvæmt hvað þetta varðar. Kuldinn á svæðinu gerir það að verkum að olía brotnar hægt niður, auk þess sem vistkerfin eru mjög árstíðabundin og því viðkvæmari en ella. Hreinsunarstarf eftir olíuslys yrði auk þess mjög erfitt vegna mikilla fjarlægða og kulda, sérstaklega á hafíssvæðum. Skýrsla AMAP átti upphaflega að birtast á síðasta ári, en sagt er að Bandaríkin og Svíþjóð hafi tafið útgáfuna, m.a. vegna ábendinga sem þar koma fram um Barentshafið og Beringssund sem sérlega viðkvæm svæði.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í gær
og drög að skýrslunni á heimasíðu AMAP.

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21.

Birt:
Jan. 23, 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 23. janúar 2008“, Náttúran.is: Jan. 23, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/01/23/oro-dagsins-23-januar-2008/ [Skoðað:Feb. 26, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: