Nú er komið að lokadeginum í þriggja daga málþinginu “Lýðheilsa og skipulag” Síðustu tvo miðvikudaga voru flutt áhugaverð og fræðandi erindi sem gáfu af sér mjög skemmtilegar og lifandi umræður.

Forsaga málþingsins er að á HönnunarMarsi 2009 var haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur þriggja daga málþing sem bar sama heiti.  Vegna fjölda áskorana var ákveðið að endurtaka leikinn.

Nú er komið að lokadeginum og að þessu sinni verða flutt 8 erindi.

Flytjendur í dag miðvikudaginn 28. apríl kl 17:00-19:30 eru :

  • Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi - Græn samgöngustefna Grafarvogs
  • Arnar Þór Jónsson arkitekt Skriðuklaustur - Leiðin að BREEAM vottun
  • Kolbrún Þóra Oddsdóttir landslagsarkitekt - Má minnka loftmengun meðfram vegum?
  • Magnús Jensson arkitekt - Dýrafjörður
  • Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, B.Sc. líffræði og MPH nemi
  • Egill Guðmundsson arkitekt - Umhverfisvæn byggð - skipulag og hönnun „hvert stefnum við“
  • Kolbrún S. Jónsdóttir hjá Umhverfisstofnun - Landnotkun og sjálfbær þróun
  • Árni Davíðsson frá Landssamtökum hjólreiðamanna - Hjólreiðar á Íslandi

Málþingið er haldið af Arkitektafélagið Íslands í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta, Umhverfisráðuneytið og Norræna húsið.

Birt:
April 28, 2010
Tilvitnun:
Arkitektafélag Íslands „Lýðheilsa og skipulag - fyrirlestraröð um skipulagsmál í Norræna húsinu“, Náttúran.is: April 28, 2010 URL: http://natturan.is/d/2010/04/28/skipula/ [Skoðað:Jan. 27, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 1, 2010

Messages: