Umhverfisstofnun tilkynnti í dag um nýja reglugerð um umhverfismerki fyrir vörur og þjónustu. Það er fyrir norræna umhverfismerkið, Svaninn og umhverfismerki Evrópubandalagsins, Blómið. Með reglugerðinni eru skilyrði fyrir notkun umhverfismerkjanna lögfest t.d. eru þau skilyrði tilgreind sem framleiðendum, innflytjendum og umboðsaðilum umhverfismerktrar vöru ber að fara eftir. Um umhverfismerkin gilda breytilegar viðmiðunarreglur fyrir hvern vöru- og þjónustuflokk. Veiting leyfis til notkunar á umhverfismerkjunum er háð því að þessum viðmiðunarreglum sé fylgt.

Um Svaninn.
Um Blómið.

 

Birt:
July 15, 2006
Uppruni:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ný reglugerð um umhverfismerkin Svaninn og Evrópublómið“, Náttúran.is: July 15, 2006 URL: http://natturan.is/d/2007/03/20/reglugerd_umhverfmerk/ [Skoðað:Sept. 28, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 20, 2007
breytt: May 3, 2007

Messages: