Þriðjudaginn 5. september kl. 18:00 mun myndlistarmaðurinn Rúrí flytja gjörninginn „Tileinkun“ við brúna hjá Drekkingarhyl, í Almannagjá að Þingvöllum.
Hér er um einstakt stórvirki að ræða og eru flytjendur fimm talsins. Verkið verður eingöngu framið þetta eina skipti. Gjörningurinn er hluti af sýningunni “Mega vott“ sem hefst í Hafnarborg þ. 02. 09. 2006.
Aðgangur er ókeypis og er öllum landsmönnum boðið að vera við athöfnina.

Sýningin Mega vott í Hafnarborg teflir fram fimm listakonum, fjórum íslenskum og einni bandarískri. Þær eru Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí, Þórdís Alda Sigurðardóttir og Jessica Stockholder.
-
Myndin er af Rúri við framkvæmd gjörningsins „Röddun“ á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju sumarið 2005. Sjá vef Rúríar.

 

Birt:
Sept. 1, 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Tileinkun - Rúrí flytur myndlistargjörning í Almannagjá“, Náttúran.is: Sept. 1, 2006 URL: http://natturan.is/d/2007/03/20/tileinkun_ruri/ [Skoðað:Oct. 7, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 20, 2007
breytt: May 8, 2007

Messages: