Ragnhildur Magnúsdóttir í Gígjarhólskoti, Bláskógabyggð, kölluð Ranka í Kotinu af sveitungum sínum hefur um langa hríð fengist við að lita ull með íslenskum jurtum. Tilraunir hennar hafa verið nákvæmlega skráðar í gegnum árin og er Grasaskjóðan nú að koma bæði myndum og textum um ullarlitun Ragnhildar í tölvutækt form. Uppskriftirnar eru skráðar í samvinnu við Ragnhildi og aðferðir við litun nákvæmlega tilreyddar svo sem flestir sjái sér fært að nota jurtir til litunar á sem einfaldastan hátt.

Myndin er af Ragnhildi (t.v.) að sýna Ednu Cameron og Bjarnheiði Jóhannsdóttur prufur sínar þegar hópur RWB (Rural Business Women/Fósturlandsins Freyjur) frá Svíþjóð, Finnlandi og Skotlandi sóttu Ragnhildi heim í ágúst 2005. Ragnhildur hannar auk þess flíkur úr ull og prjónar auk þess sem hún tálgar út íslensk dýr í tré, af einstakri snilld.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir

Birt:
Sept. 19, 2005
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ranka í Kotinu leggur til efni um jurtalitun í Grasaskjóðuna“, Náttúran.is: Sept. 19, 2005 URL: http://natturan.is/d/2007/03/22/ranjakotinu_jurtalit/ [Skoðað:Oct. 2, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 22, 2007
breytt: May 4, 2007

Messages: