Í dag var Krían, rit Landverndar um náttúru og umhverfi, dreift með Morgunblaðinu í formi fyrlgiblaðs um allt land. Þetta er í annað skipti sem Kríunni er dreift á þennan hátt en það er gert í því augnarmiði að sem flestir kynnist samtökunum og hinni fjölþættu starfsemi sem Landvernd stendur fyrir. Sjá Kríuna í Pdf-skjali hér.

Krían er prentuð í Landsprenti en Landsprent, prentsmiðja Morgunblaðsins, Árvaks hf., vinnur eftir ströngum umhverfisstöðlum, bæði er prentsmiðjan með ISO 14001 vottun og hefur Svaninn, norræna umhverfismerkið á prentsmiðjunni og geta merkt prentverk sín með Svaninum svo framarlega sem pappírinn sem prentað er á sé einnig svansmerktur. Það er mögulegt þegar prentað er á 60 gr. svansmerktan pappír eins og Krían er prentuð á.

Sjá vef Landverndar.

Sjá hér á Grænum síðum hvaða fyrirtæki á Íslandi hafa ISO 14001 vottun og hvaða fyrirtæki hafa Svaninn.

Birt:
May 24, 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Krían komin út“, Náttúran.is: May 24, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/05/24/krian-komin-ut/ [Skoðað:Sept. 30, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 25, 2008

Messages: