Skiptar skoðanir voru á borgarafundi um álver á Keilisnesi, í Vogum á Vatnsleysuströnd í gærkvöldi. Fjöldi bæjarbúa voru mættir á fundinn en þar samþykkti mikill meiri hluti íbúa að gefa bæjarstjórninni umboð til að hefja formlegar viðræður við fulltrúa Alcan um byggingu álvers á Keilisnesi.

Um 130-40 manns mættu á fundinn og voru mjög skiptar skoðanir um hvort að bygging álvers væri réttmæt. Þeir sem á móti voru báru fyrir sig þau rök að mannlíf og náttúra bæjarins yrðu sett í hættu við byggingu álvers, þeir sem voru með byggingu álvers sögðu hinsvegar að uppbygging atvinnulífs á svæðinu væri mikilvæg og að tekjur sveitarfélagsins gætu aukist verulega sem myndi skila sér í betri þjónustu til bæjarbúa.

Birt:
June 21, 2007
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Vísir.is
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Bæjarstjórninni veitt umboð til viðræðna við Alcan“, Náttúran.is: June 21, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/06/21/bjarstjrninni-veitt-umbo-til-virna-vi-alcan/ [Skoðað:Feb. 7, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: June 22, 2007

Messages: