Yfirmaður loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum, Yvo de Boer, segir að lánsfjárkreppan gæti flýtt fyrir árangri í umhverfisvernd.

Til þess þyrftu ríkari þjóðir að aðstoða þær sem fátækari eru við að leysa sín vandamál, frekar en að eyða meirihluta peninganna í björgun fjármálaheimsins.

„Lánsfjárkreppan gefur okkur tækifæri til að taka nýja stefnu,“ sagði Yvo de Boer. „Ég lít á þetta sem tækifæri til að móta fjármálakerfið á nýjan leik. Stjórnvöld hafa tækifæri til að hvetja til þess að fyrirtæki fjármagni umhverfisvænan iðnað.“

Umhverfisráðherrar víðs vegar að úr heiminum safnast saman til fundar í Poznan, Póllandi, eftir 2 mánuði til að undibrúa sig fyrir Kaupmannahafnarráðstefnuna í sumar, þar sem til stendur að semja arftaka Kyoto-bókunarinnar, sem rennur út árið 2012.

Birt:
Oct. 12, 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Yfirmaður loftslagsmála SÞ segir kreppuna tækifæri fyrir umhverfisvernd“, Náttúran.is: Oct. 12, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/10/12/yfirmaour-loftslagsmala-sth-segir-kreppuna-taekifa/ [Skoðað:Nov. 27, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: