Organon, fagfélag hómópata á Íslandi stendur fyrir fyrirlestri í samstarfi við Dana Ullman, Master of Public Health með yfirskriftinni „Vísindi, list og umbreytingaafl hómópatíu“. Fyrirlesturinn verður haldinn á Háskólatorgi Háskóla Íslands, sal 102 kl 20.00 fimmtudaginn 5. maí og er öllum opinn og ókeypis.

Dana Ullman er lýðheilsufræðingur og er einn mikilvirkasti talsmaður hómópatíu í dag.

Hann hefur helgað líf sitt því að byggja brú á milli hefðbundinna lækninga og hómópatíu og haldið hómópatíu á lofti sem raunverulegum valkosti í lífsstíl og heilsu.

Dana Ullman er höfundur og meðhöfundur tuga bóka um hómópatíu og hefur skrifað yfir tvöhundruð greinar sem hafa meðal annars verið birtar í Western Journal of Medicine.

Hann rekur sitt eigið fyrirtæki, Homeopathic Educational Services og er vinsæll dálkahöfundur á fréttavefnum huffingtonpost.com.

Hann heldur reglulega fyrirlestra í læknadeildum háskóla um allan heim og hefur einnig skrifað kafla um hómópatíu í læknisfræðirit.

Fyrirlesturinn á fimmtudaginn mun fjalla um hvernig útskýra má grunnaðferðir og virkni hómópatíu með vísindalegum aðferðum á máli sem allir skilja.

Dana mun einnig fjalla um nýjustu bók sína The Homeopathic Revolution en þar segir frá sönnum sögum af þekktu fólki semm margir þekkja úr samtímanum sem hafa nýtt sér hómopatíu eins og Bill Clinton og Tony Blair. Dana segir frá reynslusögum af þekktu fólki sem telja hómopatíu ríkann þátt í góðri heilsu og má þar nefna Tinu Turner, Paul McCartney, Jennifer Aniston og Orlando Bloom.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku, er um 45 mínútur og að honum loknum mun Dana taka við spurningum úr sal.

Hjartanlega velkomin.

Birt:
May 2, 2011
Höfundur:
Erla Viggósdóttir
Tilvitnun:
Erla Viggósdóttir „Vísindin, listin og umbreytingarafl hómópatíu“, Náttúran.is: May 2, 2011 URL: http://natturan.is/d/2011/05/02/visindin-listin-og-umbreytingarafl-homopatiu/ [Skoðað:April 14, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: