Vegna fréttar á Visi.is með fyrirsögninni Afþakkar 15 milljarða loftslagskvóta vill umhverfisráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri:

Ísland er þegar aðili að viðskiptakerfi ESB og frá og með 1. janúar 2013 mun nærri helmingur losunar Íslands falla undir það samkvæmt ákvæðum EES-samningsins, þar á meðal öll losun frá stóriðju. Það liggur því fyrir að stóriðja á Íslandi á að búa við sömu skilyrði og stóriðja annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu. Það þýðir að færa verður losunarheimildir íslenskra stóriðjufyrirtækja úr undaný águákvæði í Kýótó-bókuninni yfir í evrópska viðskiptakerfið, en ekki að Kýótó-heimildir Íslands falli niður. Ísland á nú í viðræðum við ESB um tæknilega útfærslu á þessum flutningi. Fullyrðingar um að umhverfisráðherra afþakki 15 milljarða króna loftslagskvóta eru því fráleitar og algerlega úr lausu lofti gripnar.

Flutningur losunarheimilda íslenskra stóriðjufyrirtækja úr núverandi undaný águákvæði yfir í evrópska viðskiptakerfið mun ekki hafa neinn kostnað í för með sér. Niðurfelling íslenska ákvæðisins samhliða niðurstöðu um flutning heimilda mun hins vegar opna ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, sem gætu þá óhindrað tekið þátt í viðskiptakerfi ESB, þar sem loftslagsvæn fyrirtæki standa betur að vígi en hin. Ákvörðun 14/CP.7 (íslenska ákvæðið) kemur hins vegar í veg fyrir að Ísland geti selt losunarheimildir. Þannig er um mikilvægt framfaraskref að ræða fyrir ímynd Íslands, íslenskt atvinnulíf og stöðu umhverfismála.

Birt:
Oct. 9, 2009
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Leiðrétting frá umhverfisráðuneytinu“, Náttúran.is: Oct. 9, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/10/13/leioretting-fra-umhverfisraouneytinu/ [Skoðað:Dec. 2, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Oct. 13, 2009

Messages: