Í grein á Sudurland.is er talað um að fjármögnun í svokallaðan „Álgarð“ sé lokið.

Í greininni segir „Fjármögnun á áltæknigarði í Þorlákshöfn er í höfn eftir að fyrirtækinu Artus ehf. var tryggt bolmagn frá erlendum fjárfestum. Samið hefur verið við Línuhönnun um framkvæmd á umhverfismati.
„Nú á aðeins eftir að tryggja samninga við orkufyrirtæki,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon, forsvarsmaður Artus, en hann segir sérstaklega horft til Hellisheiðarvirkjunar.

Reiknað er með að framkvæmdir hefjist næsta sumar.“ Sjá greinina.

Hvað segja íbúar Þorlákshafnar, Ölfuss, Suðurlands og landsins alls um þetta? Höfum við ekkert að segja um málið. Eða hin ný fædda ríkisstjórn, er hún líka sammála Artus- mönnum um að Álgarður eigi að rísa í Þorlákshöfn, þrátt fyrir 2ja ára pásu? Kálver myndi frekar vera í takt við sjálfbæra þróunarstefnu sem mótuð hefur verið fyrir Suðurland.

Birt:
May 24, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Álgarður fullfjármagnaður“, Náttúran.is: May 24, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/05/24/lgarur-fullfjrmagnaur/ [Skoðað:Sept. 25, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: