Fyrir bandaríska þinginu liggur nú frumvarp sem felur í sér „árás“ á bandaríska drauminn um stóra bíla að mati Alliance for Automobile Manufacturers (AAM). Samtökin hafa nú hrint af stað auglýsingaherferð „gegn“ umhverfisvæna frumvarpinu og ítreka rétt sinn til að menga að vild, í nafni frelsisins.

Umhverfisverndarsamtök hafa bent á að það væri nær fyrir samtök framleiðanda að taka þátt í að umhverfisvænir bílar fái byr undir báða vængi hjá neytendum heldur er að verja frelsishugmynd á þennan hátt. Um einni milljón bandaríkjadala hyggst AAM eyða í herferðina. General Motors, Ford Motor, DaimlerChrysler, Toyota Motor, BMW og fjórir aðrir framleiðendur standa að AAM samtökunum.

Nái frumvarpið í gegn verða bílaframleiðendur að fara að framleiða 40% sparneytnari bíla og það hafa þeir greinilega engan áhuga á. Minni bílar eiga því ekki enn upp á pallborðið hjá bílaframleiðendum en það á eftir að koma í ljós hver afdrif frumvarpsins verður. Lobbíismi AAM er án efa mjög sterkt afl í þessu sambandi.

Grafík: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.
Birt:
June 13, 2007
Uppruni:
Árvakur hf
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Frumvarp á í vök að verjast“, Náttúran.is: June 13, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/06/13/frumvarp/ [Skoðað:Oct. 4, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: July 9, 2007

Messages: