Náttúruverndarsamtök Íslands vekja athygli á eftirfarandi:

Almenningi gefst nú tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við drög að frumvörpum sem lögð eru fram vegna fullgildingar Árósasamningsins. Hægt er að senda athugasemdir með tölvupósti á postur@umhverfisraduneyti.is til og með 4. febrúar næstkomandi. Árósasamningurinn fjallar um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.

Sjá nánar hér.

Um er að ræða drög að frumvörpum sem enn hafa ekki verið lögð fram eða mælt fyrir á Alþingi. Þau eru - að mati stjórnvalda - forsenda þess að Ísland geti fullgilt Árósasamninginn frá 1998 og var undirritaður f.h. Íslands af Guðmundi Bjarnasyni, umhverfisráðherra.

Árósasamningurinn tryggir rétt almennings til þáttöku í ákvarðantöku um umhverfismál, rétt almennings til upplýsinga um umhverfismál og - sem enn skortir í íslenska löggjöf - rétt almennings til að leita réttarúrræða vegna ágreinings við stjórnvöld um umhverfismál.

Allt frá árinu 1981 þegar hæstiréttur Noregs úrskurðaði í Alta-málinu að náttúruverndarsamtök þar hafa norsk náttúruverndarsamtök átt aðild að máli samtök þar í landi getað sótt mál sín fyrir dómi. Hér á landi hyggjast stjórnvöld ekki leyfa slíka aðild heldur skal komið á úrskurðarnefndum sem hægt er að skjóta ágreiningsmálum til. Einungis þeir sem eiga land í skilning einkaeignarréttar geta leitað til dómstóla. Við sem viljum verja landið sem við eigum öll með því að reka mál fyrir dómi er vísað til úrskurðarnefndar. Reynsla okkar er að ekki sé mikil vörn í Úrskurðarnefnd um skipulags og byggingarmál.

Öllur skiptir að vel takist til við endurskoðun laga um náttúruvernd. Ella er réttur almennings til að leita réttarúrræða dauður bókstafur. Sjá drög að frumvarpi hér.

Vinsamlegast kynnið ykkur og sendið inn athugasemdir við drögin fyrir 4. febrúar. Einnig verður unnt að senda inn umsagnir þegar málið verður tekið fyrir í þingnefndum.

Árósasamningurinn kveður einnig skýrt á um að stjórnvöld skuli styrkja frjáls félagasamtök um náttúruvernd enda harla litlar líkur til að markmið um sjálfbæra þróun nái fram að ganga ef hinn almenni borgari lætur ekki til sín taka. Fullgilding samningsins hefur verið í deiglunni í rúman áratug - mætt mikilli andstöðu hagsmunaðila sem helst vilja leggja umhverfisráðuneytið niður enda er Ísland eina ríkið á evrópska Efnahagssvæðinu sem ekki hefur fullgilt samninginn.

Birt:
Jan. 27, 2011
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Drög að frumvörpum vegna fullgildingar Árósasamningsins til umsagnar“, Náttúran.is: Jan. 27, 2011 URL: http://natturan.is/d/2011/01/27/drog-ad-frumvorpum-vegna-fullgildingar-arosasamnin/ [Skoðað:Jan. 26, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: