Vísindi hafa ekki einungis hagrænt gildi. Náttúruvísindin eru eins og tónlist og myndlist með mestu afrekum mannsandans. Það má rökstyðja með ýmsum rökum að náttúran sé það áhugaverð að það eitt að kynnast henni sé erfiðisins virði. Náttúran í heild er viðfangsefni náttúruvísindanna og opnast hverjum þeim heillandi heimur sem leggur það á sig að læra táknmál hans. Hvað getur verið ánægjulegra en að skoða steingerving af Arcaeopterix sem er talinn vera fyrsti fuglinn, eða skoða pikrítdyngjur með grænum ólivínkristöllum á Reykjanesi. Náttúruvísindin segja okkur sögu heimsins, hvernig veröldin varð til, sögu jarðarinnar og sögu lífsins í gegnum þúsundir milljóna ára. Án þessarar stórfenglegu sögu værum við mennirnir mun fátækari en við erum í dag.
Birt:
April 16, 2007
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Vísindalegt gildi náttúrunnar“, Náttúran.is: April 16, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/04/16/vsindalegt-gildi-nttrunnar/ [Skoðað:May 29, 2020]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Sept. 20, 2011

Messages: