Dagskrá þjóðgarðsins Snæfellsjökuls er nú að fara í fullan gang og verður boðið upp á tvo viðburði um næstu helgi.
Á laugardaginn 7. júní verður 4. áfangi göngunnar með endilangri strönd þjóðgarðsins sem hófst síðasta sumar farinn. Gengið verður frá Þórðarkletti að Skálasnagavita og verða Tómas Gunnarsson fuglafræðingur og Sæmundur Kristjánsson leiðsögumenn um fuglalíf, sögu og náttúru svæðisins.
Gangan tekur um 4-5 klst. og er fólki bent á að vera í góðum skóm og taka með sér nesti. Mæting er við afleggjarann út á Öndverðarnes kl. 10:45. Sunnudaginn júní kl. 11:00 verður refaskoðunarferð við Malarrif undir Leiðsögn Sæmundar Kristjánssonar. Jafnvel er búist við að "kunnuglegir" refir láti sjá sig þar.

Sumardagskrá Þjóðgarðsins

Refaskoðun

Strandganga

Myndin er af Sæfellsjökli í júní 2006. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
June 5, 2008
Höfundur:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Dagskrá þjóðgarðsins Snæfellsjökuls“, Náttúran.is: June 5, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/06/05/dagskra-thjoogarosins-snaefellsjokuls/ [Skoðað:Dec. 9, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: