Í kvöld átti Al Gore umhverfisverndarsinni per excellence, handhafi friðarverðlauna Nóbels og fv. varaforseti Bandaríkjanna vinnukvöldverð með forsetanum og boðsgestum að Bessastöðum. Á fundinum voru flutt sjö erindi tengd loftslagsmálum. Al Gore sagði á blaðamannafundi þar fyrr í kvöld að Ísland myndi skipa mikilvægt hlutverk í þessum málum.

Fjöldi fólks var samankominn aðl Bessastöðum í tilefni heimsóknarinnar, bæði boðsgestir og fréttamenn og enn fleiri bíða spenntir eftir fundinum sem haldinn verður í boði Glitnis í Háskólabíói í fyrramálið. Eins og kunnugt er ruku miðar á fundinn út á mettíma um síðustu helgi en aðgangur er ókeypis.

Myndin er skjáskot úr frétt Ríkissjónvarpsins í 10 fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.
Birt:
April 7, 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Al Gore í kvöldverði á Bessastöðum“, Náttúran.is: April 7, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/04/07/al-gore-i-kvoldveroi-bessastooum/ [Skoðað:Sept. 24, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: