Vinna er hafin hjá umhverfisráðuneytinu við að semja frumvarp til innleiðingar Árósasamningsins. Samningurinn tryggir aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Umhverfisráðherra hefur skipað nefnd til að semja lagafrumvarp til innleiðingar samningsins, sem stefnt er á að leggja fyrir Alþingi næstkomandi haust. Gert er ráð fyrir að drög að frumvarpi liggi fyrir 1. júní næstkomandi, sem þá muni fara í almenna kynningu, þar sem hægt verður að gera athugasemdir við efni frumvarpsins áður en það verður lagt fram.

Nefndarmenn eru:

  • Kristín Rannveig Snorradóttir, formaður, umhverfisráðuneyti.
  • Ingvi Már Pálsson, lögfræðingur, tilnefndur af iðnaðarráðuneyti.
  • Sigríður Norðmann, lögfræðingur, tilnefnd af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.
Birt:
Feb. 5, 2010
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Innleiðing Árósarsamningsins undirbúin“, Náttúran.is: Feb. 5, 2010 URL: http://natturan.is/d/2010/02/05/innleiding-arosarsamningsins-undirbuin/ [Skoðað:Dec. 2, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Feb. 17, 2010

Messages: