Dagana 17. og 18. mars verða haldnar tvær málstofur á vegum Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar og Norrænu ráðherranefndarinnar undir formennsku Íslands. Málstofurnar sem eru öllum opnar fjalla um heilsutengd málefni 21. aldarinnar, þar sem koma viðurkenndir fyrirlesarar frá öllum Norðurlöndunum.

Þann 17. mars frá kl. 09:00 – 17:00, verður málstofa sem ber heitið Norrænt samstarf í heilbrigðisþjónustunni – möguleikar og hindranir. Málstofna verður haldin á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík og er sniðin að þörfum þeirra sem bera ábyrgð á málefnum heilbrigðisþjónustunnar.

Fyrirlesarar verða m.a.:

 • Anders Olauson, formaður European Patients’ Forum
 • Grímur Sæmundsson, forstjóri Bláa Lónsins
 • Grete Christensen, forstjóri European Federation of Nurses Association
 • Päivi Hämäläinen, deildarstjóri Institutt for Helse og Velferd í Finnlandi

Helstu viðfangsefni:

 • Flutningur sjúklinga milli Norðurlanda og áhrif hans á þróun heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum
 • Aukin gæði og skilvirkni með norrænu samstarfi
 • Rafrænar lausnir sem vettvangur fyrir samstarf og nýsköpun.

Ráðstefnan fer fram á sænsku, dönsku og norsku. Þátttaka er öllum ókeypis en skráning fer fram á vef Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar og þar er einnig dagskrá málstofunnar á pdf formi.

Betra líf með heilbrigðum lífsstíl
er heiti málstofu sem haldin verður 18. mars frá 09:00 – 17:00, á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík. Þessi málstofa er sniðin að þörfum þeirra sem bera ábyrgð á málefnum er tengjast heilsu almennings.

Fyrirlesarar verða m.a.:

 • Magnús Scheving, íþróttafrömuður og höfundur Latabæjar
 • Per Töien, yfirmaður og fjölmiðlafulltrúi Norwegian Olympic and Paralympics Committee and Confederation of Sports
 • Liisa Lähtenmäki, prófessor Centre for Research on Customer Relations in the Food Sector, Aarhus University, Denmark

Helstu viðfangsefni:

 • Heilbrigðari lífstíll hjá börnum og unglingum
 • Norræn matargerð og hollt hráefni
 • Hvernig neytendur upplifa á heilsufullyrðingar á matvælum.
Málstofan fer fram á ensku og er þátttaka öllum ókeypis en skráning fer fram á vef Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar en þar er einnig dagskrá málstofunnar aðgengileg á pdf formi.

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra setur báðar málstofurnar og gefst hér gullið tækifæri til að hitta norræna fulltrúa úr atvinnulífinu, stofnunum, samtökum og stjórnsýslunni.
Birt:
March 14, 2009
Tilvitnun:
Norræna ráðherranefndin „Heilsa á dagskrá Norðurlandanna“, Náttúran.is: March 14, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/03/14/heilsa-dagskra-norourlandanna/ [Skoðað:July 8, 2020]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: