EÞIKOS - Miðstöð Íslands um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja stendur fyrir hádegisfundi miðvikudaginn 5. nóvember kl. 12:00 - 13:15 í stofu 101 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2.

Gjörbreytt viðskiptaumhverfi vekur upp margar spurningar um framtíðarskipan íslensks viðskiptalífs. Meðal þeirra eru spurningar er lúta að hlutverki samfélagsábyrgðar þegar kemur að endurreisn viðskiptalífsins hér á landi.

Dagskrá:

  • Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherr flytur ávarp.
  • „Heilbrigð sál í heilbrigðu fyrirtæki“ - Dr. Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ og fyrrum landlæknir.
  • „Samfélagsleg ábyrgð frá sjónarhóli íslensks fyrirtækis“ - Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor sem hlaut Vaxtarsprotann 2008.

Fundarstjóri er Páll Ásgeir Davíðsson forstöðumaður EÞIKOS. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!

Birt:
Nov. 4, 2008
Tilvitnun:
Háskólinn í Reykjavík „Hádegisfundur um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi“, Náttúran.is: Nov. 4, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/11/04/hadegisfundur-um-samfelagsabyrgo-fyrirtaekja-islan/ [Skoðað:Dec. 2, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: