Það verður kátt í Kjósinni laugardaginn 19. júlí næstkomandi og verður opið hús á mörgum stöðum í sveitinni, ásamt sveitamarkaði, áhugaverðum fyrirlestrum og margskonar afþreyingu annarri. Sögumiðlun hefur hannað bæklinginn fyrir Kátt í Kjósinni en hér að neðan er hægt að skoða hann og kynna sér það sem í boði verður. Á sveitamarkaðnum verður einnig til sölu glænýtt kort af Kjósinni en Sögumiðlun hannaði einnig bakhlið þess. Þar er að finna ýmsar gagnlegar og skemmtilegar upplýsingar um sveitina, s.s. helstu gönguleiðir, upplýsingar um jarðfræði, dýralíf, sögulega staði og margt fleira.

Skoða bæklinginn Kátt í kjósinni

Birt:
July 12, 2008
Uppruni:
Sögumiðlun
Tilvitnun:
Gyða S. Björnsdóttir „Kátt í Kjósinni“, Náttúran.is: July 12, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/07/12/katt-i-kjosinni/ [Skoðað:Aug. 12, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: