Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands verður haldinn þriðjudaginn 29. maí í Reykjavíkurakademíunni, Hringbraut 121, 4. hæð og hefst fundurinn kl. 20:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar verður kynnt aðalfundi.

Dagskrá aðalfundar skal vera:
• Setning aðalfundar.
• Kjör fundarstjóra og annarra embættismanna fundarins.
• Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
• Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
• Ákveðið árgjald.
• Lagabreytingar.
• Kjör tveggja endurskoðenda.
• Kjör stjórnar.
• Önnur mál.

Mætið á aðalfund og hjálpið okkur að móta framtíðina.

10 ára afmæli
Þann 29. maí 1997 voru Náttúruverndarsamtök Íslands stofnuð í Lögbergi, húsi Lagadeildar Háskóla Íslands í Reykjavík. Í fyrstu stjórn voru kjörin Árni Finnsson, Brynja Dís Valsdóttir, Hilmar J. Malmquist, Hulda Steingrímsdóttir og Jóhann Þórsson. Til vara voru kjörin Glóey Finnsdóttir og Jóhann Bogason.

Náttúruverndarsamtökin létu strax að sér kveða og hafa frá upphafi – líkt og kveðið er á um í lögum samtakanna - veitt stjórnvöldum og framkvæmdaaðilum gagnrýnið aðhald, unnið að bættri lagasetningu í þágu umhverfis- og náttúruverndar, eflt samstarf við systursamtök hérlendis sem erlendis, frætt almenning um gildi náttúrunnar og stuðlað að því að stjórnvöld virði alþjóðlegar skulbindingar í umhverfismálum.
Birt:
May 28, 2007
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Aðalfundur NSÍ og 10 ára afmæli“, Náttúran.is: May 28, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/05/28/alfundur-ns-og-10-ra-afmli/ [Skoðað:Feb. 5, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 30, 2007

Messages: