Hópur náttúruverndarsinna var hent út úr Kringlunni í gær þar sem hópurinn sem tengist mótmælaaðgerðum Savin Iceland gegn virkjana- og stórstíflustefnunni og er af ýmsum þjóðernum, hélt uppi mótmælum gegn virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda.

Mikil og sterk viðbrögð lögreglu og Securitas en einn af eldri starfsmönnum Securitas tók Reverned Billy nánast kverkataki og þreif til fleira fólks í hópnum.

Þar sem að um friðsamleg mótmæli var að ræða og margir hverjir hafa komið langa leið til að vekja athygli á stöðu náttúrunnar hér á landi voru þeir að vonum mjög ósáttur við framgang lögreglu og Securitas. Viðbrögðunum má helst líkja við heimsókna forystumann Kína þegar Falun Gong hópurinn var meðhöndlaður af íslenskum yfirvöldum sem tíndir glæpamenn.
Hver er tilgangurinn með þessum hörkulegu viðtökum á náttúruverndarsinnum?

Myndin er af veggspjaldi fyrir ráðstefnu og mótmælabúðir Saving Iceland sem ráðgerðar eru nú í sumar.

Birt:
July 11, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Virkjanastefnunni mótmælt í Kringlunni“, Náttúran.is: July 11, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/07/11/virkjanastefnunni-mtmlt-kringlunni/ [Skoðað:Oct. 7, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Nov. 4, 2014

Messages: