Nýlega fékk Náttúran.is styrk frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að standa straum af hluta kostnaðar við að senda „Náttúruspil 52 góð ráð fyrir þig og umhverfið“ í hina 273 leikskóla landsins. Stokkarnir fóru í póst í dag svo allir leikskólarnir mega því búast við að fá stokkinn sinn með póstinum á morgun eða í síðasta lagi á miðvikudaginn.

Náttúran.is vonast til að spilin nýtist vel í umhverfisfræðslu og þemavinnu í leikskólunum en eins og stendur í bréfunum til leikskólanna þá eru umhverfismálin eitt heitasta málefni dagsins í dag og áhrif lofslagsbreytinga knýja okkur til að hugsa hlutina alveg upp á nýtt og fræðast um hvað við getum lagt til málanna. En skort hefur efni til að nota við kennslu í þessum stóra málaflokki, efni sem talar til allra aldurshópa á einfaldan og skemmtilegan hátt.

Strax við opnun vefsins fyrir fjórum árum komu fyrstu Náttúruspilin út en hafa verið uppfærð og endurprentuð síðan. Náttúran.is þróaði spilin til að kynna innihald vefsins en vefurinn getur síðan nýst sem viðbót til enn frekari umhverfisfræðslu í skólastarfinu almennt en grunnskólar og háskólar fengu spilin send fyrir tveimur árum. Þá einnig með styrk frá Menntamálaráðuneytinu.

Hönnun: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir
Útgefandi: ©Náttúran er ehf.
Prentun: Hjá GuðjónÓ vistvæn prentsmiðja
ISBN númer 9789979704416
Svansmerking prentað efni nr. 141 381

Birt:
April 18, 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúruspilin á leiðinni í alla leikskóla landsins“, Náttúran.is: April 18, 2011 URL: http://natturan.is/d/2011/04/18/natturuspilin-leidinn-i-alla-leikskola-landsins/ [Skoðað:Sept. 24, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 3, 2011

Messages: