Vísindamenn hafa fundið frekari vísbendingar um að engin tengsl eru á milli loftslagsbreytinganna á okkar tímum og breytingar á hegðun sólarinnar.

Sú kenning hefur verið vinsæl að breytingar á hegðun sólarinnar hafi þau áhrif að aukið magn geimgeisla skellur á jörðinni sem svo aftur stuðli að hitun andrúmsloftsins.

Nú hafa vísindamenn við háskólann í Lancaster fundið út að engin bein tengsl eru á milli þessara atriði á undanförnum 20 árum.

Það er einkum danski vísindamaðurinn Henrik Svensmark sem hefur haldið því fram að sólin eigi óbeinan þátt að hlýnun andrúmsloftsins með þessum hætti. Setti hann fram kenningar sínar í hinu umdeilda heimildarriti "The Great Global Warming Swindle".

Geimgeislar sem skella á jörðinni endurkastast af lofthjúpnum og blása burtu með sólarvindi, það er straumi rafagna sem koma frá sólu. Kenning Svensmark gengur út á að þegar sólarvindurinn er í hámarki hitni jörðin umfram það sem eðlilegt er.

Birt:
April 7, 2008
Höfundur:
Vísir.is
Uppruni:
Vísir.is
Tilvitnun:
Vísir.is „Engin tengsl milli sólarinnar og loftslagsbreytinga“, Náttúran.is: April 7, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/04/07/engin-tengsl-milli-solarinnar-og-loftslagsbreyting/ [Skoðað:Jan. 28, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: