Móðir Jörð, lífrænt vottað framleiðslufyrirtæki Eymundar Magnússon í Vallanesi á Héraði, hefur nú tekið upp nýtt merki.

Merkið er hannað af Igor hjá Designgroup Italia í Mílano.

Tilgangurinn með nýja merkinu er að senda einfaldari og skýrari skilaboð um nálægð Móður Jarðar við móður jörð, ef svo má að orði komast.

Það mun taka nokkurn tíma að skipta út umbúðum á öllum vörum svo til að byrja með verða báðar útgáfurnar í gangi.

Sjá nánar um Móður Jörð á vef fyrirtækisins www.vallanes.net. Heilsa sér um drefingu á vörum Móður Jarðar.

Sjá Móður Jörð hér á Grænum síðum en nokkrar vörutegundir Móður Jarðar eru til sölu hér á Náttúrumarkaði. Birkiolía, Blágresisolía, Lífolía, og lífrænt byggmjöl.

Birt:
Dec. 2, 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýtt merki Móður Jarðar“, Náttúran.is: Dec. 2, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/12/02/nytt-merki-moour-jaroar/ [Skoðað:June 6, 2020]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: