Áfrþjunarnefnd neytendamála hefur sent frá sér úrskurð þar sem staðfest er ákvörðun Neytendastofu sem sneri að auglýsingum Heklu um ,,græna" bíla. Niðurstaðan er því sú að bifreiðar knúnar eldsneyti geti ekki talist ,,grænar" í þeim skilningi sem Hekla vildi meina i auglýsingum sínum. Neytendasamtökin, sem upphaflega kvörtuðu til Neytendastofu vegna auglýsinganna, fagna þessari niðurstöðu mjög, og telja hana vera í takt við það sem hefur verið að gerast í nágrannalöndunum og aukna umhverfisvitund neytenda. Bílar eru ekki ,,grænir"!

Sjá frétt frá 08.11.2007 þegar Neytendastofa úrskurðaði um að auglýsingar Heklu um græna bíla séu villandi og brjóti í bága við lög.

Mynd:Breytt auglýsing frá Heklu um græna bíla.
Birt:
March 17, 2008
Höfundur:
Neytendasamtökin
Tilvitnun:
Neytendasamtökin „Bílar eru ekki grænir“, Náttúran.is: March 17, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/03/17/bilar-eru-ekki-graenir/ [Skoðað:Sept. 18, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: