Rannís (Rannsóknarmiðstöð Íslands) stendur fyrir vísindavöku föstudaginn 22. september en dagurinn er alþjóðlegur dagur vísindamanna um allan heim. Vísindakaffi verður haldið frá mánudeginum 18. til fimmtudagsins 21. 09. þar sem vísindamenn kynna sig og rannsóknir sínar (á skiljanlegan hátt). Til að opna augu ungs fólks fyrir því hvað það þýðir að vinna í vísindageiranum og „að vera vísindamaður“ hefur Rannís efnt til tveggja samkeppna. Annars vegar er um teiknisamkeppni fyrir 9-12 ára börn að ræða „Vísindamaðurinn minn“ og hins vegar um ljósmyndasamkeppni fyrir 16-23 ára „Andlit vísindamannsins“. Á vísindavökunni verða samtals 50 rannsóknarverkefni háskóla, stofnana og fyrirtækja kynnt í opnu húsi í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu á föstudeginum 22. 09. 2006, frá kl. 17:00 til 21:00.

Birt:
Sept. 17, 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vísindavaka og vísindakaffi - Rannís“, Náttúran.is: Sept. 17, 2006 URL: http://natturan.is/d/2007/03/19/visindavaka/ [Skoðað:Oct. 3, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 19, 2007
breytt: May 3, 2007

Messages: