Fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík verður fyrsta álverið á heimsvísu sem knúið verður áfram eingöngu með rafmagni frá jarðhitavirkjunum, gangi áform Landsvirkjunar eftir. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur Alcoa ákveðið að hefja vinnu við mat á umhverfisáhrifum vegna álversins. Með því hefst lögformlegt ferli byggingar álversins og með því aukast líkur um að fyrirhugað álver verði að veruleika.

Fyrirhugað álver yrði um 250 þúsund tonn og þyrfti 400 megavött af rafmagni sem koma af jarðhitasvæðum í nágrenni Húsavíkur, í landi Norðurþings, Skútustaðahrepps, Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar. Fjölmennur íbúafundur var á Húsavík í gær.

Endanleg ákvörðun um að álver verði reist er þó háð umhverfismatinu og jákvæðum niðurstöðum þess.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Alcoa sýnt vilja til þess að reikna með möguleika á stækkun álversins úr 250 þúsund tonnum í 346 þúsund tonn, sem er sambærilegt því sem fyrirtækið rekur á Reyðarfirði.

Kortið er af háhitasvæðinu á Norðurlandi. Kort: Guðrún Tryggvadóttir fyrir Landvernd.
Birt:
April 4, 2008
Höfundur:
mh
Uppruni:
Fréttablaðið
Tilvitnun:
mh „Álver á Bakka líklegra núna“, Náttúran.is: April 4, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/04/04/alver-bakka-liklegra-nuna/ [Skoðað:Jan. 29, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: