Matvælasýningin MATUR-INN 2007 verður haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri þ. 13. og 14. október.

Nú er ljóst að MATUR-INN 2007 verður langstærsta sýning sem haldinn hefur verið norðan heiða og einungis er helguð mat og matarmenningu. Síðustu dagana hefur stöðugt bæst á sýnendalistann og eru sýnendur nú komnir yfir 60 talsins! Sýningin mun endurspegla mikla breidd í matarmenningunni á Norðurlandi því auk fjölda sýnenda af Eyjafjarðarsvæðinu verða mjög öflugir básar frá Þingeyingum og Skagfirðingum.

Enn er mögulegt fá inni á sýningunni en við hvetjum áhugasama sýnendur að hugsa og framkvæma strax ef þeir ætla að tryggja sér pláss. Laust er einnig á markaðnum fyrir þá sem vilja selja úr haustuppskerunni, sultur, ber, grænmeti eða hvað sem er.

Sjá nánar.

Birt:
Oct. 11, 2007
Höfundur:
Matur úr héraði
Tilvitnun:
Matur úr héraði „Matur úr héraði - Local Food“, Náttúran.is: Oct. 11, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/10/10/matur-r-hrai-local-food/ [Skoðað:Jan. 29, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Oct. 10, 2007
breytt: Oct. 11, 2007

Messages: