Í tilefni af útkomu bókarinnar Draumalandið - Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, heldur höfundurinn Andri Snær Magnason fyrirlestur í Borgarleikhúsinu mánudaginn 20. mars kl. 20:00. Yfirskrift fyrirlestrarins er Er Ísland draumalandið? Í bókinn fer Andri Snær á kostum þar sem hann ræðst beint á kjarna stærstu mála samtímans og hrærir upp í heimsmyndinni með leiftrandi hugmyndaflugi og hárfínum húmor. KK leikur og syngur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Edda gefur bókina út.

Birt:
March 20, 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „„Draumalandið - Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð““, Náttúran.is: March 20, 2006 URL: http://natturan.is/d/2007/03/21/draumalandid_sjalfshja/ [Skoðað:Sept. 28, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 21, 2007
breytt: May 4, 2007

Messages: