Bláfáninn er alþjóðlegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis hafna og baðstranda. Bláfánann hljóta þeir einir sem leggja sig fram um að bæta gæði og þjónustu stranda og smábátahafna og stuðla að verndun umhverfisins. Hægt er að sækja um að fá Bláfánann en Landvernd, vottunaraðili fánans hérlendis, sér þá um að leiðbeina umsóknaraðila í gegnum umhverfistjórnunarferlið sem liggur til grundvallar úthlutun fánans bláa.
Það er fyrst og fremst sá hluti hafnarinnar sem smábátarnir eru sem þarf að uppfylla allar kröfur um Bláfánann en Stykkishólmshöfn er öll það snyrtileg að enginn vafi er á að höfnin standi vel undir kröfum Bláfánans. Til að skoða aðila sem fengið hafa Bláfánann farið á Granar síður. Sjá nánar um Bláfánann og umsóknarferlið á vef Landverndar.
Birt:
May 3, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Stykkishólmshöfn fær Bláfánann, fimmta árið í röð“, Náttúran.is: May 3, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/05/03/stykkishlmshfn-fr-blfnan-fimmta-ri-r/ [Skoðað:Sept. 27, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 4, 2007

Messages: