Frú Lauga er bændamarkaður eða sveitavörumarkaður sem selur Reykvíkingum og nærsveitamönnum góðar vörur frá metnaðarfullum íslenskum bændum, segir á heimasíðu fyrirtækisins. Frú Lauga er að Laugalæk 6 í Reykjavík en opnunartímar eru miðvikudaga til föstudaga frá kl. 12:00-18:00 og á laugardögum frá kl. 12:00-16:00.

Alls kyns fisk og kjötafurðir má finna hjá Frú Laugu s.s. Jöklableikju frá Hala í Suðursveit, bláskel frá Hrísey, sólþurrkaðan þorsk frá Vestfjörðum og reyktan silung frá Hellu, reyktar andabringur frá Hlíðarbergi, hamborgara úr holdanauti frá Miðey, alikálfa frá Lágafelli o.m.fl. Nokkuð úrval er af lífrænu grænmeti s.s. frá Engi, Akri, Hæðarenda og Móður Jörð og rabarbari frá Löngumýri. Frú Lauga er kærkomin nýjung fyrir neytendur sem vilja vita hvaðan vörurnar koma og versla eins beintengt við bónda og kostur er í höfuðborginni.

Bændamarkaður Frú Laugu ný tur mikill vinsælda en vefurinn frulauga.is er beintengdur við Facebooksíðu frúarinnar þar sem yfir þrjúþúsund aðdáendur hafa skráð sig nú þegar.

Sjá Frú Laugu einnig undir Sveitamörkuðum á Grænu síðum.

Birt:
Oct. 1, 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Frú Lauga - Bændamarkaður Laugalæk“, Náttúran.is: Oct. 1, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/10/01/fru-lauga-baendamarkaour-laugalaek/ [Skoðað:Sept. 25, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Aug. 28, 2011

Messages: