Ríkissjónvarpvið birti í kvöld frétt þar sem Tony Blair kynnti skýrslu bresks hagfræðings, þar sem segir m.a. að ef ekki verði gripið „strax“ til aðgerða gegn losun gróðurhúsalofttegunda muni hagkerfi heimsins dragast saman „árlega“ um 5-20%. Kosnaður við aðgerðir til að stemma stigu við losuninni, en hún þarf að dragast saman um 80% til að sporna við umræddum efnahagsáhrifum, er áætlaður um 1% af vergri þjóðarframleiðslu heimsins alls árlega, segir breski hagfræðingurinn Sir Nicholas Stern aðalráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, en hann er höfundur skýrslunnar. Gordon Brown fjármálaráðherra tók í svipaðan streng og leggur áherslu á að aðgerðir verði að hefjast strax ef takast eigi að forða heiminum frá efnahagslegum glundroða sem sé nú yfirvofandi verði ekkert að gert.

Birt:
Oct. 31, 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „80% minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda nauðsynleg“, Náttúran.is: Oct. 31, 2006 URL: http://natturan.is/d/2007/03/19/minnkun_naudsynleg/ [Skoðað:Oct. 3, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 19, 2007
breytt: May 16, 2007

Messages: