Nóbelsverðlaunahafinn Al Gore segir að eftir tíu ár ætti allt rafmagn í Bandaríkjunum að vera framleitt á endurnýjanlegan máta. Hefur hann skorað á Bandaríkjastjórn þess efnis. Telur hann að Bandaríkin geti vel stólað á sólar- og vindorku.

Gore segir núverandi umhverfisvanda og efnahagslægð megi rekja til oftrú manna á olíu og öðru kolefnaeldsneyti. Þjóðaröryggisvanda Bandaríkjanna megi einnig rekja til þessara mengandi orkugjafa.

Reuters fréttaveitan greinir frá þessu.

Gore gagnrýndi einnig við sama tækifæri stefnu núverandi stjórnar í loftslagsmálum. En hann hefur löngum sagt að Bush hafi gert of lítið í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Al Gore telur að sú stefna að umhverfisvæða raforkuframleiðslu Bandaríkjanna geti verið jafn árangursrík og þegar Bandaríkin settu stefnuna á að senda menn til tunglsins á sjöunda áratug síðustu aldar.

Myndin er af Al Gore á sviðinu í Háskólabíói fyrir skemmstu. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
July 19, 2008
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Aðeins endurnýjanleg orka í BNA eftir tíu ár?“, Náttúran.is: July 19, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/07/19/aoeins-endurnyjanleg-orka-i-bna-eftir-tiu-ar/ [Skoðað:Oct. 3, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: