Steinselja er mikið notuð hrá, til skrauts og í salöt en einnig má nota hana til bragðbætis í flesta rétti. Hún fer vel bæði með kjöti og fiski. Nú er hægt að fá fjölbreyttari tegundir fræja. Stórvaxin steinselja með slétt blöð kemur fyrr upp en sú hrokkna, sem er afar lengi að spíra og vex hægt en er dugleg þegar hún er komin á skrið. Sé steinselju skýlt stendur hún sig vel yfir veturinn og hugsanlegt að næsta vor gefi hún af sér annars árs blöð en þau eru þó ekki eins bragðgóð. Ég sýð stundum steinseljurætur ef þannig stendur á að ég er að taka þær upp á vorin og sérstaklega ef ég er að búa til grænmetissoð eða súpu á haustin.

Úr bókinni Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin fæst keypt hér á Náttúrumarkaðinum.

Birt:
June 18, 2013
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Steinselja“, Náttúran.is: June 18, 2013 URL: http://natturan.is/d/2007/11/09/steinselja/ [Skoðað:Feb. 3, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 9, 2007
breytt: March 14, 2014

Messages: