Umhverfishreyfingin hefur komið þeim skilaboðum áleiðis að menning og samfélag sé háð náttúrunni og þeim möguleikum sem náttúran býður upp á. Mannkynið treystir á andrúmsloftið, hringrás vatnsins, sólarljós, ljóstillífun, jarðveg, loftslag og vistkerfi hafsins. Náttúran og vistkerfi hennar liggja ætíð samfélaginu að baki og styðja við starfsemi þess. Þess vegna skiptir máli að jafnvel sterkbyggðustu samfélög eigi sér góða og hrausta náttúru. Áður fyrr í mannkynssögunni gat maðurinn ekki haft það mikil áhrif á umhverfi sitt en tæknivædd samfélög nútímans eru hins vegar farin að breyta grunnkerfum jarðarinnar sjálfrar sem allt okkar líf byggir á. Þessar breytingar hafa síðan áhrif á lífsviðurværi og heilsu fólks um allan heim og skipta því máli siðferðislega. Smám saman eru menn að gera sér grein fyrir því að án lifandi náttúru verður enginn lifandi heimur.

Mynd: Hóffífill í blóma. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
July 28, 2011
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Lífsstuðningsgildi náttúrunnar“, Náttúran.is: July 28, 2011 URL: http://natturan.is/d/2007/04/16/lfsstuningsgildi-nttrunnar/ [Skoðað:Sept. 25, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: April 16, 2007
breytt: July 28, 2011

Messages: