Þátttaka í mótmælagöngunni miklu í gærkveldi, ef við tökum töluna 11 þúsund þátttakendur, sem þá tölu sem bæði lögreglan, fréttamenn og fuglateljarar geta sætt sig við sem meðaltal, þýðir það að um 3,7% þjóðarinnar hafi tekið þátt í göngunni. Ef við teljum þá hafa verið 15 þúsund, þá gerir það um 5% þjóðarinnar. Ekki er auðvelt að ákvarða hvernig prósentutala á milli þeirra sem taka „virkan þátt “ í atburðum af þessu tagi og hinum „sem hefðu gjarnan komið, hefðu þeir bara getað“ myndi líta út. Ástæður geta verið fjölmargar fyrir því s.s. börn, dýr og peningaleysi, fjarvera, vinna eða veikindi. Kannski hefur einhver reiknað út hve mikill munur er á líkamlegri þátttöku og andlegri, svona að meðaltali. Gaman væri að heyra um það frá sérfræðingum sem rannsakað hafa slíkt. Sú niðurstaða er þá að mestum líkindum sú sem skilar sér í kjörkassana, að frátöldum börnum og unglingum undir kosningaaldri.

Ef marka má http://www.census.gov/main/www/popclock.html í íbúatölum væri sambærilegur fjöldi í Bandaríkjunum sama sem: 11.094.217 (3,7%) - 14.992.185 (5%) manns ... það hefði semsagt þurft um 11-15 milljón manna þátttöku í Bandaríkjunum til að jafnast á við þetta.
Um 60 milljónir búa í UK og þar hefði því þurft 2,2 - 3 milljónir manna í göngu af stærðarflokki „mótmælagöngunnar miklu“ til að vera sambærileg. Veit einhver til þess að svo stórar mótmælagöngur hafi verið haldnar í þessum löndum?
Sjá myndskeið frá göngunni á vef Ómars hugarflug.is.
Sjá vefinn Kaupum stíflu sem var settur í loftið í dag. Ath. að innihaldið er enn í mótun.

Myndin er frá Jökulsárgöngunni þ. 26. 08. 2006. Ljósmynd: Guðrún Tryggadóttir.

 

Birt:
Sept. 27, 2006
Uppruni:
Ómar Ragnarsson
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Svo að við berum okkur nú saman við stórþjóðirnar!“, Náttúran.is: Sept. 27, 2006 URL: http://natturan.is/d/2007/03/19/samanburdur_stortjoda/ [Skoðað:Oct. 7, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 19, 2007
breytt: May 2, 2007

Messages: