Komin er á markað ný vara frá Móður Jörð og nefnist hún „Rauðrófugló“. Rauðrófugló Móður Jarðar er bragðmikil grænmetisblanda sem bragðast vel með villibráð, lambasteikum, svínakjöti og flestum grænmetisréttum. Einnig með ýmsum ostum, t.d. gráðaostum.

Rauðrófur eru þekktar fyrir hollustu og við mælir framleiðandinn Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi með þeim sem hollri viðbót með öllum mat.

Innihald: Rauðrófur, laukur, epli, hrásykur, eplaedik, vatn, engifer, hvítlaukur, kóríander, sjávarsalt, eldpipar.

Á vörunni er auk merki Móður jarðar merki Austfirskra krása en Vallanes er þátttakandi í matarklasanum Austfirskar krásir. Sjá alla meðlimi í Austfirskum krásum hér á Grænum síðum.

Helstu sölustaðir Rauðrófuglóar eru: Melabúðin, Yggdrasill, Krúska, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Maður lifandi, Brauðhúsið, Hjá Jóa Fel, Blómaval, Hagkaup, Ostabúðin Skólavörðustíg, Ostahúsið, Búrið Nóatúni 17 og Café Valný og Samkaup á Egilsstöðum.

Birt:
Dec. 28, 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýtt frá Móður jörð - Rauðrófugló“, Náttúran.is: Dec. 28, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/12/28/nytt-fra-moour-joro-rauorofuglo/ [Skoðað:Sept. 28, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Dec. 4, 2010

Messages: