Norræni loftslagsdagurinn er haldinn hátíðlegur í annað sinn í dag 11. nóvember. Dagurinn er sameiginlegt verkefni allra norrænu menntamálaráðherranna og felst meðal annars í því að efla kennslu um loftslagsmál á Norðurlöndum og jafnframt að auka og efla samstarf kennara og nemenda á Norðurlöndum. Í ár er dagurinn í samvinnu við norrænt tungumálaátak og gefst nemendum tækifæri á að taka þátt í samnorrænni keppni sem að hluta til er unnin á dönsku, sænsku eða norsku.

Sjá handbók um Norræna loftslagsdaginn á íslensku.

Sjá nánar á www.klimanorden.org.

Birt:
Nov. 11, 2010
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Norræni loftslagsdagurinn er í dag“, Náttúran.is: Nov. 11, 2010 URL: http://natturan.is/d/2010/11/11/norraeni-loftslagsdagurinn-er-i-dag/ [Skoðað:April 1, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: